Úrslit...

Hér mættu úrslitin koma fram.

Mér hefur alltaf blöskrað hve umfjöllun um íþróttir eru einskorðaðar við fótbolta, handbolta, formúlu 1 og TENNIS. 

Ég er reyndar alltaf jafn undrandi á hvaða athygli tennis hefur náð innan meðal íþróttafréttamanna, íþrótt sem ekki er mikið stunduð hér og íslendingar hafa alls ekki náð langt í.  Fá þeir þessar tennisfréttir fullmatreiddar að utan, og eiga þær þess vegna svona greiða leið inn í íþróttafréttirnar (þetta á allvegana um sjónvarpsfréttamennina)

Hvað Þessa frétt varðar finnst mér notkunin á orðinu "svokölluðu" vera bæði vitni um fákunnáttu og vanvirðingu.  Góðir fréttamenn fjalla um efnið eins og þeir viti eitthvað um það frekar en að opinbera vankunnáttu sína.

En takk fyrir fréttina og viðleitnina, fréttamaðurinn veit allavega hvað "svokallöð" burpees og trusters eru hér eftir. 

Þessi frétt var allavega betri en engin.

... og fyrirgefið tuðið í mér...


mbl.is Crossfit leikarnir í Kópavogi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Crossfit er ekki alvöru íþrótt!!!!

  Sippa, hoppa, gera armbeygjur o.s.frv. Hver keppir í slíkur, og hverjum er ekki skítsama hverjir eru bestir í að hoppa bjánalega, aftur og aftur, og síðan hreykja sjálfum sér hvað þeir eru voðalega duglegir!!!!

  ..........GET A LIFE!!!!

Bárður (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 23:33

2 identicon

Væri gaman að sjá þig taka þessar æfingar óskalaðar, og  ekki kalla það íþrótt. Það þarf ekki alltaf að eltast við einhvern kúlulaga hlut til þess að það kallist íþrótt.

 WOD1
AMRAP 12 (fjöldi umferða á 12 mínútum):
10 burpees
10 thrusters (60/40 kg)
35 tvöföld sipp

WOD2
Fimm umferðir á tíma af:
15 ketilbjöllusveiflur (32/24 kg)
15 Sumo deadlift high pull með ketilbjöllu (32/24 kg)
Brekkusprettur (frá brekkurótum í kringum ljósastaur uppi og niður aftur).

CrossFit-ari (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 00:26

3 identicon

Gaman að því hvað kommentið frá Bárður virðist skrifað af mikilli reiði og fordómum. Virðist sem einhver bara líti niður á þrekgreinar almennt og hafi bara orðið að láta alla vita af þröngsýnum skoðunum sínum. Hvað með íþróttir eins og hlaup, kraftlyftingar, sundgreinar o.fl? Varðandi það hvort fólki sé ekki skítsama um þessa keppni þá myndi ég veðja miklum pening að töluvert fleirum er skítsama um persónulegt álit þitt á henni.

Sammála varðandi fréttaflutninginn. mætti halda að einungis það að hátt í hundrað Íslendingar hafi keppt meirihlutann af deginum í spennandi og ótrúlega krefjandi keppni ætti eitt og sér að vera nóg til að fá almennilegan fréttaflutning um það.

Kveðja frá keppanda.

Balli (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 00:56

4 Smámynd: Snjalli Geir

Af hverju getur þetta íþrótta pakk ekki haft sínar íþróttir út af fyrir sig.  Af hverju getið þið ekki bara haft ykkar íþrótta vefsíður, íþrótta útvarpsstöðvar og sjónvarpsrásir út af fyrir ykkur.  AF HVERJU EKKI???  Nei, það þarf að sóða út um allt með þessu íþrótta kjaftæði daginn inn og daginn út allsstaðar.  Og svo þarf ég að borga þetta fyrir ykkur líka. Andskotans.

Snjalli Geir, 6.6.2010 kl. 09:22

5 identicon

Balli,

  Eins og ég sagði. Þetta er ekki íþrótt. Það að blanda saman "allskonar" æfingum í poka og  kalla það "íþrótt" er náttúrulega ekki hægt. Það er svona svipað og að kalla ákv. rútínu í tækjunum í lyftingasalnum íþrótt??!!  Æfingin sem slík verður aldrei alvöru keppnisíþrótt. 

 Auðvitað reynir þetta á, en þetta er ekki alvöruíþrótt, ég held að allir geti tekið undir það, og þess vegna kommentaði ég.  Kannski hægt að kalla þetta "almenningsíþrótt" undir einhverjum formerkjum. Þ

Bárður (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband