.. já eða 51 fylki USA

Mér lýst ekki á þennan ESB klúbb.
Ættum frekar að leyta í vestur, og taka upp USD sem fyrst.
mbl.is Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Ernir: USA er ríkjasamband sem er bygt alveg eins upp og ESB. Fyrsta ríkið gekk í sambandið 1787 (Delaware) en það ríki sem síðast gekk inn í sambandið var Hawaii og það var árið 1959.
Að sökum þess að USA ríkjasambandið var stofnað 1787 þá er það mikið lengra á veg komið heldur en ESB en það má gera fastlega ráð fyrir því að ESB muni líkjast USA meira og meira þegar í framtíðinni. Hvert ríki í USA hefur sína eigin ríkisstjórn og reglur eins og ríki í ESB og ef Ísland myndi ekki vilja leyfa byssu eign þá yrði byssubann áfram í gildi á Íslandi. T.d. í Finnlandi er byssueign leyfð en það þýðir ekki að önnur ríki þurfi að leyfa hana. Það er mjög rangt að líta á USA sem eitt ríki þegar það er í rauninni 50, það er eins og líta á ESB sem eitt land.

Hinsvegar er ég alveg sammála því að við eigum ekkert erindi inn í USA, ESB er mikið nær okkur og við erum komin 75% inn í sambandið nú þegar.

The Critic, 10.12.2008 kl. 12:02

2 identicon

Eða bara halda áfram að vera Íslendingar, lang best

Stefán (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: The Critic

Ernir: Já það er rétt, skattféð myndi renna í herinn. Getum líka gert ráð fyrir því að innan nokkurra ára þá muni ESB vera með sameiginlegan her í stað þess að hvert einstakt ríki sé með her eins og nú er.

The Critic, 10.12.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Haraldur Þór Guðmundsson

Ef aðalmarkmið þess að ganga í ESB er að fá sterkan gjaldmiðil, þá er sú leið alltof seinfarinn.  Betra þá að semja við ameríska seðlabankann um að fá að nota dollarinn.  Það að ganga í USA er kannski ekki raunhæft, en að sama skapi finnst mér það sama eiga við um ESB. 
Ganga Noregs konungi aftur á hönd - það hljómar bara vel.

Haraldur Þór Guðmundsson, 10.12.2008 kl. 13:12

5 identicon

Til The Critic: Ef þú ætlar að tala fyrir inngöngu í Bandaríkin er lágmarkskurteisi gagnvart Bandaríkjunum sem fullvalda ríki að þú hafir hundsvit á þeim stjórnarskránni þar. Með öðrum viðauka stjórnarskráarinnar hefur þú einmitt stjórnarskrárbundinn rétt á alríkisstigi (e. federal level) til byssueignar. Það þýðir einmitt að einstök ríki í ríkjasambandinu geta ekki bannað byssueign.

Kristinn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:13

6 Smámynd: The Critic

Jón Frímann: USA og Þýskaland eru ekki sambærileg og ekki sama gerð af sambandi. Þýskaland er eins og eitt ríki innan USA, t.d. Texas.
Hvert ríki innan USA hefur sína ríkisstjórn, höfuðborg, þinghús, stjórnarskrá, skatta, lágmarkslaun, bílprófsaldur, tóbakskaupa aldur...
Ríkin skiptast svo oft í smærri einingar (county) sem ráða sér misjafnlega mikið milli ríkja, stundum stjórnar hvert county sínum sköttum og lögreglu meðan þau hafa það vald ekki í öðrum ríkjum. Hinsvegar líta Evrópubúar alltaf á USA sem eitt land og það má mikið rekja til þess hve miðstýringin er orðin mikil þar.
ESB var upprunalega hugsað sem efnahags og pólitískt samvinna en er að breytast út í meiri miðstjórn þar sem aðilar í Brussel eru að ráða meiru og meiru.

Kristinn Kristinsson: Ég er ekki að tala fyrir inngöngu í USA, ég er á móti því eins og ég sagði í fyrstu athugasemdinni.
Einnig rámar mig nú í það að ESB hafi verið að setja saman stjórnarskrá sem öll aðildarríkin þyrftu að fara eftir.

USA og ESB eru svipaðir hlutir nema USA er svo miklu lengra komið og völdin hafa alltaf verið að færast meir og meir til Wasington. Það sama er að gerast í ESB þar sem meiri völd eru að færast til Brussel.

The Critic, 10.12.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband